Tungumelar

Athafnasvæði

Athafnasvæði

Hömlur er nú með til sölu athafnaland á Tungumelum í Mosfellsbæ.  Svæðið er vel skipulagt og stenst ýtrustu kröfur um gæði, aðgengi og þjónustu. Þar gefst fyrirtækjum kostur á að byggja atvinnuhúsnæði fyrir léttan iðnað, þjónustu- og verslunarstarfsemi, og hátækni- og vísindafyrirtæki. Lóðirnar mis stórar og henta ólíkum fyrirtækjum.

Staðsetning

Tungumelar eru í Mosfellsbæ og standa við Vesturlandsveg. Þeir eru austan við veginn, fljótlega eftir að ekið hefur verið framhjá veginum til Þingvalla. Svæðið er við rætur Mosfells og þaðan er gott útsýni til Esjunnar og höfuðborgarinnar. Greið leið liggur úr Tungumelum um allt höfuðborgarsvæðið. Þá liggja Tungumelar einnig vel við samgöngum við landsbyggðina.

Frá Tungumelum er stutt í alla þjónustu.

Lóðirnar

Lóðirnar eru stórar eða frá 4.300 til 15.300 m². Byggingar á þeim geta verið frá 1.440 til 4.600 m². Unnt verður að reisa enn stærri byggingar með sameiningu lóða.

Athafnaland

Athafnaland eins og hér um ræðir er hverfi fyrirtækja og er vel þekkt víða um heim. Athafnaland er oft staðsett nálægt öflugum samgönguæðum. Það er gjarnan sett upp í úthverfi eða útjaðri bæja þar sem hægt er að þróa land með minni tilkostnaði en ella og þar sem hægt er að reisa stórar byggingar. Þegar mörg fyrirtæki eru á sama stað verður ýmis konar hagræði og þægindi sem á að geta minnka kostnað fyrir hvert og eitt fyrirtæki.   Lokið er við allar götur og innviði á borð við  fráveitu, rafmagn og heita- og kaldavatnslagnir. Til viðbótar þessu býður athafnaland á borð við Tungumela upp á stækkunarmöguleika og samnýtingarmöguleika.

Kostir Tungumela

  • Stórar lóðir
  • Lóðir sem hæfa fjölmörgum fyrirtækjum
  • Gengið er fullkomlega frá götum og á seinni stigum verður gengið frá stígum og gróðri.
  • Stutt er í hvers kyns þjónustu
  • Íbúðabyggð í uppbyggingu í grenndinni

Um Tungumela

Svæði Tungumela er í samræmi við nútíma þarfir og framtíðarhugmyndir.

Svæðið var frá upphafi hugsað sem athafnaland – það er land sem er sérstaklega skipulagt fyrir fyrirtæki. Í heild er gert ráð fyrir að byggt verði á samtals 122 hektara svæði að Tungumelum.

Frágangur

Við frágang svæðisins er mikið lagt upp úr því að götur, stígar og græn svæði séu vel skipulögð og hafi yfirbragð sem sé heildstætt og gefi svæðinu sérstakan sess sem atvinnusvæði. Göngustígakerfi verður lagt um svæðið. Ekki er mikill hæðamunur frá götu að göngustígum. Þannig virka gatan og aðliggjandi stéttir meira í sama fleti og gatan fær svip vistgötu.

Lýsing meðfram vegum er hefðbundin en götuljós eru lægri við göngustíga. Við aðkomu inn á svæðið er gert ráð fyrir aðrein þar sem hægt er að skoða upplýsingaskilti um svæðið.

Deiliskipulag

Deili_TunguMOSFELLSBÆR TUNGUMELAR

GILDANDI DEILISKIPULAG

GREINARGERÐ OG SKILMÁLAR

Útgefandi: Tæknideild Mosfellsbæjar.

Smellið á skjalið til hægri eða linkinn hér til að opna.